GÆÐI Í HVERJUM DROPA

 

 

Túrmerik drykkirnir samanstanda af gæða hráefnum sem öll hafa ákveðinn tilgang og virkni.

Vöruúrval iSqueeze



Túrmerik drykkirnir samanstanda af gæða hráefnum sem öll hafa ákveðinn tilgang og virkni.
Meginuppistaðan í drykkjunum eru túrmerik og engifer rætur sem sífellt meira er verið að rannsaka til að kanna virkni þeirra og áhrif á mannslíkamann. Megintilgangur með framleiðslu drykkjanna er að bæta heilsu fólks m.a. með því að draga úr bólgum, bæta kólesteról jafnvægið í blóðinu og efla hreinsun líkamans. 
 
Ráðlögð neysla og notkun
Best er að neyta drykkjanna á fastandi maga á hverjum morgni. Sérfræðingar mæla með að neyta frá 500 mg til 2.000 mg af túrmerik á dag til að líkaminn verði fyrir öllum jákvæðu áhrifaþáttum túrmerik rótarinnar. Í 100 ml af túrmerik drykk, sem er magnið sem við erum að ráðleggja að drekka hvern morgun, eru ca 2.000 mg af túrmerikrót sem er þá vel nægjanlegt. 
Drykkirnir henta vel í matargerð, t.d. í pottrétti, súpur, sem marineringu og bland í djúsa sem fyrirbyggjandi fyrir börn. Sumir kreista sítrónu útí drykkinn eða bæta við hunangi til að milda hann. Gott er einnig að blanda drykkinn í smá ananassafa til mildunar og frekari virkjun kúrkúma, virka efnis túrmerik rótarinnar.
Við kvefi eða hálsbólgu er gott að hita drykkina áður en þeirra er neytt.
Eftir opnun er geymsluþolið í kringum 12-14 dagar.
 
Turmeric - Kanil drykkurinn
Turmeric Kanil drykkurinn var fyrsti drykkurinn sem Isqueeze Ísland þróaði og kom á markað síðla árs 2014. Hann fæst í 700 ml glerflöskum og inniheldur einungis hágæða hráefni eins og ferska túrmerik rót, ferska engifer rót, akasíuhunang, svartan pipar og kanil bragðefni.
 
Turmeric – Kókos drykkurinn
Turmeric Kókos drykkurinn var önnur tegundin sem þróuð var og kom hann á markað um mitt ár 2015. Hann inniheldur einungis hágæða hráefni eins og ferska túrmerik rót, ferska engifer rót, akasíuhunang, svartan pipar og kókos bragðefni. Hann fæst einnig í 700 ml glerflöskum.
 
Turmeric – Kókos og Kanil skotin
Turmeric drykkirnir eru einnig framleiddir í litlar handhægar 60ml plasflöskur. Uppskriftin er sú sama og áður en örlítið sterkari þannig að magn turmeriks er nægjanlegt í einni skotflösku. 

Hráefnin

Fersk túrmerikrót

Túrmerik rótin kemur frá Curcuma longa plöntunni. Rótin hefur þykkt brúnt lag og kjöt rótarinnar er með sterkan appelsínugulan lit.

Túrmerik kemur upprunalega frá Indónesíu og suðurhluta Indlands og nær uppskera og ræktun Curcuma longa plöntunnar nær 5000 ár aftur í tímann. Túrmerik rótin hefur verið notuð í margskonar tilgangi og er í dag viðurkennd sem mikilvægur partur af Ayurveda og kínversku læknisfræðinni. 

Arabar hófu innflutning á Túrmerik rótinni til Evrópu á 13.öld en það var ekki fyrr en á síðustu öld að Túrmerik rótin fór að vekja vinsældir. Ástæðan fyrir auknum vinsældum er sú magnaða virkni sem rótin býr yfir sem einna helst má þakka virkni og lækningarmætti efnis sem rótin inniheldur og nefnist kúrkúmín (curcuma). Önnur virk næringarefni í rótinni eru járn, mangan, B6 vítamín og auk þess er rótin mjög trefjarík.

 

Fersk engiferrót

Engiferrótin sem notuð er í túrmerik drykkina frá Isqueeze kemur frá Thailandi. Talið er að engifer styrki ónæmiskerfið og stuðli einnig að jafnvægi í meltingu. Þá hefur verið sýnt fram á hreinsandi eiginleika engifersins sem og bólguminnkandi þáttar.

 

Svartur pipar

Svartur pipar hefur einn tilgang sem innihaldsefni túrmerik drykkjanna frá Isqueeze en það er að auka upptöku kúrkúma, virka efnis túrmerik rótanna, í líkamanum. Talið er að piparinn auki upptökuna um allt að 2000% og því algerlega ómissandi innihaldsefni.

 

Akasíuhunang

Akasíuhunang er sett í drykkina til að milda hina miklu beiskju túrmerik og engifer rótanna en einnig til að auka virkni engifersins.

Söluaðilar

Fyrirtækið

 

 
Isqueeze Ísland ehf. er lítið íslenskt fjölskyldufyrirtæki sem sérhæfir sig í framleiðslu hollra túrmerik drykkja með margvíslega jákvæða eiginleika og virkni. 
 
Fyrirtækið er í eigu Elvars Guðmundssonar sem eignaðist Isqueeze í júlí 2015.
 
Gildi Isqueeze eru Heiðarleiki, Gæði og Bætt Heilsa.
 
Frá byrjun voru drykkirnir framleiddir í lítilli drykkjarverksmiðju í Danmörku, Tapperiet í Greve sem liggur rétt utan við Kaupmannahöfn. Það samstarf gekk afar vel en sökum fjarlægðar var ákveðið að framleiða drykkina á Íslandi, í verksmiðju GeoFood í Hveragerði. 
Undir lok ársins 2017 hætti GeoFood svo óvænt starfsemi og uppfrá því var ákveðið að festa kaup á litlu atvinnuhúsnæði í Sandgerði. Þar eru drykkirnir núna framleiddir af okkur sjálfum.
 
Tilgangur fyrirtækisins er að bjóða neytendum uppá alvöru valkost í heilsudrykkjum sem eru framleiddir af alíslensku litlu fyrirtæki.
 
Sendu okkur línu
Hafa samband

0/7

0/250