Fersk túrmerikrót
Túrmerik rótin kemur frá Curcuma longa plöntunni. Rótin hefur þykkt brúnt lag og kjöt rótarinnar er með sterkan appelsínugulan lit.
Túrmerik kemur upprunalega frá Indónesíu og suðurhluta Indlands og nær uppskera og ræktun Curcuma longa plöntunnar nær 5000 ár aftur í tímann. Túrmerik rótin hefur verið notuð í margskonar tilgangi og er í dag viðurkennd sem mikilvægur partur af Ayurveda og kínversku læknisfræðinni.
Arabar hófu innflutning á Túrmerik rótinni til Evrópu á 13.öld en það var ekki fyrr en á síðustu öld að Túrmerik rótin fór að vekja vinsældir. Ástæðan fyrir auknum vinsældum er sú magnaða virkni sem rótin býr yfir sem einna helst má þakka virkni og lækningarmætti efnis sem rótin inniheldur og nefnist kúrkúmín (curcuma). Önnur virk næringarefni í rótinni eru járn, mangan, B6 vítamín og auk þess er rótin mjög trefjarík.
Fersk engiferrót
Engiferrótin sem notuð er í túrmerik drykkina frá Isqueeze kemur frá Thailandi. Talið er að engifer styrki ónæmiskerfið og stuðli einnig að jafnvægi í meltingu. Þá hefur verið sýnt fram á hreinsandi eiginleika engifersins sem og bólguminnkandi þáttar.
Svartur pipar
Svartur pipar hefur einn tilgang sem innihaldsefni túrmerik drykkjanna frá Isqueeze en það er að auka upptöku kúrkúma, virka efnis túrmerik rótanna, í líkamanum. Talið er að piparinn auki upptökuna um allt að 2000% og því algerlega ómissandi innihaldsefni.
Akasíuhunang
Akasíuhunang er sett í drykkina til að milda hina miklu beiskju túrmerik og engifer rótanna en einnig til að auka virkni engifersins.
Helsta virkni túrmerik rótarinnar er sú að hún dregur úr bólgum í líkamanum og hamlar myndun þeirra. Rótin er einnig sterkt andoxandi og eflir virkni lifrarinnar sem skilar sér í bættari hreinsun líkamans. Þá stuðlar virka efni rótarinnar að betra jafnvægi á milli góða og vonda kólesterólsins í blóðinu.
Alzheimer sjúkdómurinn
Talið er að virka efnið í túrmerik rótinni hreinsi og dragi úr líkunum á þróun “amyloid kekksins” sem er talinn ein táknmynd Alzheimer sjúkdómsins. Virka efnið kúrkúma sem er í túrmerik rótinni, kemst yfir blóð-heila þröskuldinn og er talið auka virkni ónæmiskerfisins sem vinnur gegn myndun beta-amyloid kekkja sem eru taldir vera orsök frumudauða og frumuóreglu í heila Alzheimerssjúklinga ásamt því að valda bólgum og jafnvel eitrun í taugafrumum.
Hjarta- og æðakerfið
Neysla á túrmerik rótinni sýnir að kólesteról magn blóðsins lækkar töluvert. Það er að þakka virka efninu kúrkúmín. Rannsóknir sýna að efnið hefur að gera með það hvernig frumur senda boð er varða starfsemi lifrarinnar og hvernig dregur úr framleiðslu LDL frumna (e. bad cholesterol). Virka efni túrmeriks, kúrkúmín (e. curcumin) hefur mögulega að gera með þá virkni að hamla því að andoxun líkamans minnki. Andoxun hefur mikið að gera með starfsemi blóðfrumna og starfsemi æðakerfis líkamans. Túrmerik inniheldur mikið magn af B6 vítamíni sem er nauðsynlegt fyrir líkamann til jafnvægis er varðar sýrustig en einnig hefur magn B6 vítamíns að gera með minni líkur á þróun hjartasjúkdóma. 500 milligrömm af kúrkúmín á dag í 7 daga, gæti minnkað framleiðslu á neikvæðu kólesteróli líkamans og aukið framleiðslu á jákvæði kólesteróli (e. HDL, good cholesterol).